Umhverfis- og gæðastefna

Stefna Línuborunar er að vera leiðandi fyrirtæki í stýranlegum jarðborunum og annarra verkefna við undirrek röra.

Hlutverk fyrirtækisins er að styðja viðskiptavini sína í að finna leiðir á eins hagkvæman og umhverfisvænan hátt og kostur er.

Við tileinkum okkur heiðarleg samskipti við viðskiptavini og stöndum við skuldbindingar okkar. Við höfum öryggi starfsfólks, umhverfisins
og viðskiptavina að leiðarljósi. Með áherslu á stöðugar umbætur, gæði og áreiðanleika sköpum við traust á störf okkar.

Við virkjum afl og frumkvæði sem býr í starfsfólki til að ná hámarks árangri, tileinkum okkur fagleg vinnubrögð og höfum kunnáttu til að vinna samkvæmt lögum
og stöðlum sem um okkar starfsemi gilda.

Starfsemi okkar er fjöbreitt og getur auðveldlega brugðist við ólíkum þörfum viðskiptavina. Búnaður okkar hentar vel til flutninga og við getum unnið við aðstæður sem
aðrir geta ekki. Með skilvirkum samskiptum og vinnusemi bjóðum við einstaka þjónustu.

Við búum yfir fullkomnum, sérhönnuðum tækjabúnaði sem er ávallt í góðu ástandi. Vel þjálfaðar og reyndar áhafnir tryggja gæði, öryggi og hagkvæmni í rekstri.
Ánægt starfsfólk er forsenda fyrir velgengni í rekstri.

Línuborun er í fremstu röð á sviði umhverfismála og umgangast umhverfi sitt af nærgætni og starfa í sátt við það.
Umhverfismál skipa veigamikinn sess í starfsemi fyrirtækisins og m.a.

  • Leggur áheyrslu á að starfsemin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu.
  • Uppfylla þær kröfur sem gerðar eru af opinberum aðilum og setja sér strangari kröfur þar sem þurfa þykir.
  • Heldur utanum og gera opinberlega grein fyrir árangri fyrirtækisins í umhverfismálum.
  • Hefur samvinnu við viðskiptavini og þjónustuaðila um að þeir þekki og starfi í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins.
  • Leggur áherslu á að allir starfsmenn fyrirtækisins þekki umhverfisstefnu þess og starfi samkvæmt henni.
  • Vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum með það að markmiði að lágmarka áhrif á náttúruna og stuðla að sjálfbærri þróun.

Endanlegt markmið Línuborunar er að skapa virði fyrir viðskiptavini sína, starfsmenn, fyrirtækið sjálft og eigendur þess.