HVAÐ GERUM VIÐ?
Línuborun sérhæfir sig láréttri stefnustýranlegri jarðborun og getum við borað allt að 550 metra og sverleiki á röri er frá 50mm til 650mm. Einnig er Línuborun vel að tækjum búið þegar kemur að steinsögun, kjarnaborun og múrbroti. Línuborun er með stimpilhamar sem getur lamið stálrör lóðrétt eða lárétt og sverleiki er frá 50mm - 1600mm og gengur stimpillhamarinn fyrir stórri loftpressu sem er um 21 bar.Línuborun hefur í gegnum árin leitað nýrra lausna og hagkvæmni á sviði strenglagna sem leggja á í jörðu. Árið 2016 fjárfesti Línuborun í SCM jarðlagnavél og vegur hún 32t. Jarðlagnavélin er 2.5m á breidd, 3.20m á hæð og lengdin er 11.2 metrar. Jarðlagnavélin er með tenntu hjóli að aftan sem getur sagað niður og lagt strengi um leið ásamt söndun á milli strengja þannig að skurður er aldrei opinn á meðan vinnu stendur. Jarðlagnavélin getur sagað skurðsnið í mismunandi breiddum og dýptum, breidd frá 28cm-60cm og dýpt 50cm - 1.70 metrar.