Um Línuborun og sagan
Línuborun er leiðandi fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í stefnustýrðum jarðborum ásamt áratuga reynslu í lagningu lagna, jarðvinnu, steypusögun, múrbroti og kjarnaborun. Línuborun veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum tengdra greina og kappkostar að finna lausnir. Það var um aldamótin 1999 - 2000 að Línuborun varð til með kaupum á fyrstu stefnustýrða jarðborinn að gerðinni Dicht Witch JT2720. Þetta var bylting hér á landi í þverun gatna og plana fyrir nýjar lagnir.
Jarðvinnudeildin og múrbrotsvinnan var orðin það stór liður í rekstri fyrirtækisins og var því skipt niður að þeim sökum. Stjórnendur vildu aðgreina þessa deildir frá Ofnasmiðju Reykjavíkur og vinna náið með viðskiptavinum og samstarfsfélögum að framúrskarandi lausnum og leggur metnað sinn með trausta ráðgjöf og þjónustu.
Hlutverk Línuborunar er að koma með lausnir og kappkostar að veita framúrskarandi þjónustu með hagkvæmustum hætti og valda sem minnstu jarðraski. Línuborun hefur ætíð verið skrefinu framar með tækjakosti til að komast á móts við viðskiptavinina, umhverfið og tímann.
Það var svo 2016 að Línulausnir ehf, systurfélag Línuborunar fjárfesti SMC skurðlagnavél sem er enn ein byltingin í lagningu strengja og röra. Þetta tæki er fyrsta sinnar tegundar hér á landi og fyrsta stóra verkefnið var að leggja ca. 14 km kafla með ca. 80 km af rörum og strengjum, á Keflavíkurflugvelli fyrir Isavia.
Línuborun ber mikla virðingu fyrir samfélagi sínu og umhverfi og hefur í heiðri vistvæna áherslur í rekstri og ráðgjöf. Öll verkefni eru áskorun um að finna snjallar lausnir, vinna með viðskiptavinum og byggja á öflugri þekkingu.